Samfélag
Alcoa hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að laga starfsemi sína að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem stefnt er að því að ná jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta til lengri tíma litið. Alcoa Fjarðaál leggur þess vegna megináherslu á að vera virkur þátttakandi í að byggja upp sjálfbært samfélag á Austurlandi til lengri tíma litið.
Liður í þessari viðleitni er sú stefna Alcoa Fjarðaáls að einbeita sér að álframleiðslu, en bjóða ýmsa stoðþjónustu út til annarra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að byggja upp starfsemi á Austurlandi.
Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, sem ráðist var í í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls, hefur vakið athygli víða um heim. Efnt var til víðtæks samráðs með hagsmunaaðilum til að ákveða hvaða þætti í umhverfi, efnahagslífi og samfélagi bæri að vakta til að fylgjast með áhrifum uppbyggingarinnar, jákvæðum sem neikvæðum.
Fjarðaál og samfélagssjóður Alcoa hafa stutt fjárhagslega ýmis mikilvæg málefni á Austurlandi. Sem dæmi um verkefni, sem styrkt hafa verið má nefna Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði, endurgerð Sómastaða, ýmsa menningartengda viðburði, íþrótta- og tómstundastarf ungmenna og margt fleira. Fjarðaál hvetur einnig starfsmenn sína til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi til hagsbóta fyrir samfélagið og styrkir verkefni þeirra í slíku starfi. Sjá dæmi um sjálfboðaliðaverkefni og dæmi um styrk frá Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum.