Umhverfismál
Áhersla Alcoa Fjarðaáls á að starfa í sátt við umhverfið er í samræmi við þá áherslu sem Alcoa leggur á umhverfismál um allan heim.
TÆKNI
Alcoa Fjarðaál er eitt tæknilega fullkomnasta álver heims og notar aðeins besta tæknibúnað sem völ er á til að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfseminnar. Fullkominn þurrhreinsibúnaður er í álverinu og hreinsar hann yfir 99,8% flúorefna úr útblæstrinum sem síðan eru endurnýtt við álframleiðsluna
LOSUN
Kveðið er á um leyfilegan styrk ákveðinna efna í útblæstri álversins í íslenskum lögum og reglugerðum. Þar sem íslensk viðmið eru ekki fyrir hendi er stuðst við norsk og evrópsk mörk. Gert var ráð fyrir því í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls að farið yrði yfir þessi mörk á meðan á gangsetningu álversins stóð, en nú þegar álverið er komið í stöðugan rekstur er styrkur þessara efna undir öllum viðmiðunarmörkum og sums staðar langt undir þeim.
ENDURVINNSLA
Hjá Fjarðaáli endurvinnum við allt sem mögulegt er, og skautleifar, kerbrot, álgjall og ýmsar aðrar aukaafurðir, sem falla til við framleiðsluna, eru sendar erlendis til endurvinnslu.
Við stefnum á „engan úrgang:" sem þýðir að enginn úrgangur fer til urðunar. Endurvinnsla er í hávegum höfð hjá Alcoa Fjarðaáli og litið er á sorp sem auðlindir á villigötum. Skýrt dæmi um það er öflugur þurrhreinsibúnaður sem hreinsar meira en 99,8% flúorefna úr útblæstri álversins, sem síðan er endurnýttur við álframleiðsluna. Flúorinn er endurunninn: hann er notaður í kerin sem framleiða ál.
SJÁLFBÆR ÞRÓUN
Sjálfbær þróun hefur ætið verið mikilvægur hluti af stefnumörkun Alcoa. Alcoa hefur á undanförnum tveimur áratugum unnið markvisst að því að laga starfsemi sína að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem stefnt að því að ná jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta til lengri tíma litið.
Fjarðaál er fyrsta nýja álverið sem Alcoa reisir í 20 ár og flaggskip fyrirtækisins. Því er mikið lagt upp úr að álverið starfi í anda sjálfbærrar þróunar.
Stefnuyfirlýsing Alcoa Fjarðaáls
VÖKTUN
Áhrif virkjunar og álvers á fjölmarga þætti í umhverfi, samfélag og efnahag er vaktað í einstöku sjálfbærniverkefni sem Fjarðaál og Landsvirkjun standa að á Austurlandi.
Fyrirtækið stendur einnig fyrir viðamikilli vöktun á fjölmörgum umhverfisþáttum í nágrenni álversins. Ekkert frárennsli er frá framleiðsluferlum álversins í sjó og stefnt er að því að enginn úrgangur fari til urðunar.