20. júní 2017

Kvennakaffi í álveri Fjarðaáls 19. júní

Venju samkvæmt bauð Alcoa Fjarðaál konum heim í tilefni af kvenréttindadeginum þann 19. júní.

Boðið var upp girnilegar veitingar og dagskrá sem samanstóð af söng Fjarðadætra og ávörpum. Þær sem tóku til máls voru Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu sem fjallaði um nýja jafnlaunastaðalinn sem var verið að lögfesta, Hrafnhildur Þóreyjardóttir, starfsmaður í kerskála Alcoa Fjarðaáls, sem talaði um hvað það væri gott að snúa aftur úr fæðingarorlofi í átta tíma vaktakerfið og að lokum fjallaði Tinna Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú um stöðu kvenna á Austurlandi.

Skemmtunin heppnaðist í alla staði vel og hér má sjá nokkrar myndir sem Hilmar Sigurbjörnsson tók við tilefnið. Alcoa Fjarðaál þakkar öllum gestum og starfsmönnum kærlega fyrir samveruna.

Fjardadaetur

Elisabet

Sed yfir salinn

Kona med barn

 

Hrafnhildur

Hrafnhildur Þóreyjardóttir, starfsmaður í kerskála Alcoa Fjarðaáls

 

X1C1A5624A

Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu

 

Tinna

Tinna Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú