Fréttir
-
29. desember 2017
Ingleif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, hlýtur Ásu Wright verðlaunin
Ingleif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hlaut í fyrradag heiðurverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags Íslendinga. Auk þess fær verðlaunahafinn þriggja milljón króna peningagjöf frá hollvinum sem eru fyrirtækin Alcoa Fjarðaál...
meira -
20. desember 2017
Þriðjungur iðnaðarmanna hjá Fjarðaáli hefur lokið námi við Stóriðjuskólann
Þann 15. desember sl. útskrifuðust 24 nemendur úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla Fjarðaáls og er það fjórði hópurinn sem lýkur framhaldsnáminu. Frá því að skólinn tók til starfa haustið 2011 hafa 70 nemendur útskrifast úr grunnnáminu og 53 úr framhaldsnáminu. Hópurinn sem útskrifaðist að þessu sinni sá fyrsti sem lýkur framhaldsnáminu á...
meira -
19. desember 2017
Innleiðing Vináttuverkefnis í leikskólum á Austurlandi
Í sumar stóð Skólaskrifstofa Austurlands fyrir svokölluðu Vináttuverkefni í samvinnu við samtökin Barnaheill. Styrktarsjóður Alcoa Fjarðaáls veitti styrk til verkefnisins. Undirbúningur verkefnisins Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands segir: „Við hófumst handa við að undirbúa innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla á Austurlandi á haustmánuðum 2016. Þá var haft samband við leikskóla á Austurlandi...
meira -
15. desember 2017
Á sjöunda hundrað manns tóku þátt í jólatrésskemmtunum starfsmannafélags Fjarðaáls
Að vanda hélt Starfsmannafélagið Sómi hjá Alcoa Fjarðaáli fjöruga og fjölbreytta jólatrésskemmtun fyrir félaga þess og fjölskyldur þeirra. Þar sem margir starfsmenn vinna á vöktum er árlega boðið upp á tvær skemmtanir sem nú voru sunnudagana 26. nóvember og 10. desember. Jólatrésskemmtanirnar voru haldnar í hinum rúmgóða og bjarta matsal...
meira -
14. desember 2017
Vel heppnuð rafgreiningarnámskeið á vegum tækniteymis kerskála Fjarðaáls
Tækniteymi kerskála Alcoa Fjarðaáls stóð á dögunum fyrir tveimur námskeiðum í rafgreiningu sem ætluð voru rafgreinum og starfsmönnum stjórnherbergis í kerskála. Vegna vaktavinnufólks voru námskeiðin tvö, þann 26. október og 1. nóvember, svo allar vaktir gætu tekið þátt. Alls mættu 64 starfsmenn á námskeiðin tvö en áhuginn var mjög mikill...
meira -
06. desember 2017
Gefum jólaljósum lengra líf
Endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ var ýtt úr vör í dag þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra veitti viðtöku veggspjaldi sem kynnir átakið. Tilgangurinn með átakinu er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi...
meira -
28. nóvember 2017
Alcoa Fjarðaál úthlutaði 18,3 milljónum í samfélags- og íþróttastyrkjum
Í gær, mánudaginn 27. nóvember, úthlutaði Alcoa Fjarðaál styrkjum úr styrktarsjóði og úr íþróttasjóðnum Spretti. Samtals var úthlutað 16 milljónum úr styrktarsjóðnum til margvíslegra samfélagsverkefna á Austurlandi. Þá var úthlutað 2,3 milljónum úr íþrótta- og afrekssjóðnum Spretti sem Fjarðaál styrkir árlega en ÚÍA heldur utan um. Hæstu styrkina frá Fjarðaáli...
meira -
23. nóvember 2017
Tíu ára farsæl samvinna Fjarðaáls og Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Þegar bygging álvers Alcoa Fjarðaáls hófst fyrir alvöru á árunum 2006-2007, fóru byggingaraðilinn, Bechtel og Alcoa Fjarðaál að leita leiða til þess að tryggja brunavarnir og aðstoð slökkviliðs í neyðartilvikum. Í fyrstu var skoðað að hafa eigin slökkvistöð á svæðinu en eftir viðræður við sveitarfélagið Fjarðabyggð var ákveðið að fyrirtækin...
meira -
15. nóvember 2017
Heimildamyndin Blindrahundur sýnd í Reykjavík og á Seyðisfirði
Nú eru hafnar sýningar á heimildamyndinni Blindrahundur i Bíó Paradís en sýningar verða eingöngu í boði í tvær vikur. Myndin verður einnig sýnd á Austurlandi laugardaginn 25. nóv kl. 20:00 og sunnudaginn 26. nóv kl. 17:00 í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Myndin er með enskum texta og ókeypis inn. Alcoa...
meira -
10. nóvember 2017
Alcoa fær hæstu einkunn í jafnréttisvísitölu stórfyrirtækja 2018
Alcoa Corporation, sem er fyrirtæki í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu báxíts, súráls og áls, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði fengið hæstu einkunn, eða 100 í jafnréttisvísitölu stórfyrirtækja 2018 (2018 Corporate Equality Index, CEI), en það er bandarísk skýrsla sem byggir á könnunum á stefnu og verklagi fyrirtækja varðandi...
meira -
10. nóvember 2017
Merkur áfangi í árangursríku samstarfi Alcoa og Skógræktarfélags Íslands
Sex ára samstarf Skógræktarfélags Íslands (SÍ) og Samfélagssjóðs Alcoa (Alcoa Foundation, AF) náði stórum áfanga með samningi sem var nýlega undirritaður um 6,4 milljóna króna styrk til gróðursetningar á næstu þremur árum. Með nýja samningnum nær samanlagður fjöldi þeirra trjáplantna sem gróðursettar hafa verið í gegnum samstarf SÍ og AF...
meira -
31. október 2017
Vel heppnuð jeppaferð Austurlandsdeildar 4x4 með skjólstæðinga félagsþjónustunnar
Laugardaginn 21. október bauð Austurlandsdeild 4x4 skjólstæðingum félagsþjónustunnar og aðstoðarmönnum þeirra í jeppaferð. Félagið hefur boðið upp á slíka ferð á hverju ári í sjö ár og hún hefur ávallt vakið hrifningu gestanna. Alcoa Fjarðaál styrkti ferðina í ár, sem og á nokkrum fyrri árum. Valdimar Aðalsteinsson hjá Austurlandsdeildinni segir:...
meira -
06. október 2017
Öflugir sjálfboðaliðar Alcoa í sex árangursríkum samfélagsverkefnum
Á árinu 2017 hafa starfsmenn Alcoa, fjölskyldur þeirra, vinir og fleiri unnið sex sjálfboðaliðaverkefni sem auk vinnu fólksins hafa skilað um tveimur milljónum króna til ýmissa félagasamtaka á Austurlandi. Í frétt sem birtist hér á heimasíðu Alcoa í júlí var fjallað um tvö fyrstu Action-verkefnin en þau voru unnin fyrir...
meira -
02. október 2017
Fjölmenn ráðstefna um mannauðsmál á vegum Fjarðaáls
Föstudaginn 15. september stóð Alcoa Fjarðaál fyrir ráðstefnu um mannauðsmál en hún var haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum og stóð frá 9:00 til 16:00. Aðgangur var ókeypis en áhugasamir þurftu að skrá sig fyrirfram. Fullbókað var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu. Úrval sérfræðinga á sviði mannauðsmála flutti...
meira -
13. september 2017
Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki
Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í haustúthlutun rennur út þann 1. október nk. Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi...
meira -
07. september 2017
„Tilkoma álversins breytti mörgu“
Á dögunum sýndi sjónvarpsstöðin N4 sérstakan þátt af „Að austan“ í tilefni tíu ára rekstrarafmælis Alcoa Fjarðaáls. Í þættinum ræddi Kristborg Bóel Steindórsdóttir við þrjá aðila, Smára Geirsson, fyrrverandi sveitarstjórnarmann og einn af helstu baráttumönnum fyrir tilkomu álversins, og tvo starfsmenn Fjarðaáls, þau Maríu Ósk Kristmundsdóttur og Elías Jónsson. (Skjáskot...
meira -
31. ágúst 2017
Fjölmenni á tíu ára afmælishátíð Fjarðaáls
Laugardaginn 26. ágúst hélt Alcoa Fjarðaál upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins. Enda þótt fyrirtækið hafi formlega verið stofnað árið 2003 var fyrsta kerið gangsett í apríl árið 2007 og í júní það ár bauð Fjarðaál gestum og gangandi til mikillar opnunarhátíðar. Margt spennandi var í boði fyrir gestina í...
meira -
30. ágúst 2017
Mannauðsstjórnun okkar á milli - ráðstefna í Valaskjálf á Egilsstöðum 15. september (fullbókað)
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið lokað fyrir skráningu á neðangreinda ráðstefnu. Fjarðaál þakkar almenningi þeim mikla áhuga sem ráðstefnunni hefur verið sýndur. Mannauðsmál eru okkur öllum afar mikilvæg. Mannauður skiptir höfuðmáli á stórum jafnt sem smáum vinnustöðum, samfélög verða að hlúa að mannauði og sem einstaklingar þurfum við líka að...
meira -
14. ágúst 2017
Alcoa Fjarðaál býður til afmælisveislu 26. ágúst
Starfsfólk Alcoa Fjarðaáls býður heim laugardaginn 26. ágúst í tilefni af 10 ára starfsafmæli álversins. Yfir daginn er opið hús og fjölskylduskemmtun í álverinu og um kvöldið verða rokktónleikar á Reyðarfirði. Inn á milli verða viðburðir hjá fyrirtækjum á álverssvæðinu og hægt að skoða gamla Sómastaðahúsið. Verið öll hjartanlega velkomin....
meira -
11. ágúst 2017
Tvö vel heppnuð sjálfboðaliðaverkefni starfsmanna Alcoa í júlí
Alcoa Fjarðaál stendur reglulega fyrir sjálfboðaliðaverkefnum á Mið-Austurlandi sem telst vera áhrifasvæði fyrirtækisins. Fyrirtækið leggur mikið upp úr því að sem flestir starfsmenn taki þátt í einhverju slíku verkefni á ári hverju. Til þess að sýna starfsmönnum hversu vel Alcoa kann að meta vinnuframlag þeirra, leggur fyrirtækið fé með sjálfboðaliðunum,...
meira -
01. ágúst 2017
Alcoa tilkynnir afkomu annars ársfjórðungs 2017
Alcoa, móðurfyrirtæki Fjarðaáls, tilkynnti fyrir skemmstu niðurstöður 2. ársfjórðungs 2017. Miðað við niðurstöður fyrra árs hefur fyrirtækið aukið tekjur sínar og handbært fé. Þrátt fyrir verðlækkun á súráli var Alcoa rekið með hagnaði á tímabilinu. Fyrirtækið reiknar með ögn lægri rekstrarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagsliði (EBITDA) fyrir árið 2017. Hann...
meira -
28. júlí 2017
Tæpur helmingur sumarstarfsmanna hjá Alcoa Fjarðaáli eru konur
Sumarstarfsmenn hjá Fjarðaáli eru 115 og skiptast niður á framleiðslusvæðin í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Rúmlega þriðjungur hópsins hefur starfað sem sumarstarfsmenn áður og jafnvel með skóla undanfarinn vetur. Rétt tæplega helmingur er konur eða 47%. Langstærsti hluti sumarstarfsmanna Fjarðaáls kemur frá Austurlandi, en þó er eitthvað um fólk frá...
meira -
29. júní 2017
Alcoa Fjarðaál vottað samkvæmt jafnlaunastaðli
Alcoa Fjarðaál hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðli IST 85:2012. Staðallinn er unninn af hópi íslenskra sérfræðinga með það að markmiði að framfylgja lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í lögunum er skýrt kveðið á um að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda...
meira -
27. júní 2017
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs setur upp vegvísa að heiðarbýlum
Síðastliðið haust fékk Ferðafélag Fljótsdalshéraðs úthlutað styrk frá Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls vegna vegvísa eða varða sem til stóð að setja við upphaf gönguleiðar á 22 heiðarbýli á Jökuldalsheiði og Vopnafjarðarheiði. Þá styrkti sjóðurinn í vor útgáfu nýs Heiðarbýlabæklings, sem verður uppsettur líkt og Perlubæklingur sem Ferðafélagið hefur gefið út og...
meira -
26. júní 2017
Undirbúningur hafinn að Háskólasetri Austfjarða
Fjarðabyggð hefur tekið höndum saman við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu um samstarf í menntamálum fjórðungsins. Stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem ráðist verður í er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Samstarfsaðilar komu saman í Tónlistarmiðstöð Austurlands í dag og undirrituðu samkomulag í menntamálum til tveggja ára. Samkomulagið kveður m.a. á...
meira -
20. júní 2017
Kvennakaffi í álveri Fjarðaáls 19. júní
Venju samkvæmt bauð Alcoa Fjarðaál konum heim í tilefni af kvenréttindadeginum þann 19. júní. Boðið var upp girnilegar veitingar og dagskrá sem samanstóð af söng Fjarðadætra og ávörpum. Þær sem tóku til máls voru Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu sem fjallaði um nýja jafnlaunastaðalinn sem var verið að lögfesta, Hrafnhildur...
meira -
14. júní 2017
Fjarðaál býður allar konur velkomnar í Kvennakaffi 19. júní
Alcoa Fjarðaál hefur frá upphafi lagt áherslu á jafnt kynjahlutfall innan fyrirtækisins og hvikar ekki frá þeirri stefnu. Konurnar sem starfa hjá fyrirtækinu sinna fjölbreyttum störfum og við finnum fyrir auknum áhuga kvenna á fyrirtækinu með breyttu vaktafyrirkomulagi. Kvennakaffi 19. júní — fögnum saman Í tilefni af kvenréttindadeginum mánudaginn 19....
meira -
24. maí 2017
„Stelpur og tækni“ í heimsókn hjá Fjarðaáli
Háskólinn í Reykjavík hefur í nokkur ár staðið fyrir verkefninu „Stelpur og tækni“ þar sem tækni- og verkfræðigeirinn er kynntur fyrir stúlkum í efstu bekkjum grunnskóla til að auka áhuga þeirra á slíkum greinum þegar þær fara að huga að því að velja sér nám að loknum framhaldsskóla. Fyrir tveimur...
meira -
22. maí 2017
Málmurinn sem á ótal líf
„Málmurinn sem á ótal líf“ var yfirskrift ársundar Samáls 2017 sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 11. maí. Fjallað var um mikilvægi áliðnaðar fyrir efnahagslífið á Íslandi og umfang endurvinnslu áls í hnattrænu samhengi. Fjölmennt var á fundinum. Samhliða ársfundinum var sýning á nýjustu árgerð Jaguar, en...
meira -
11. maí 2017
Grænt bókhald Fjarðaáls nú hluti af samfélagsskýrslu
Á hverju ári skilar Alcoa Fjarðaál inn grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar, ásamt skýrslu sem Náttúrustofa Austurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinna fyrir fyrirtækið. Í ár varð sú breyting að grænu bókhaldi er ekki skilað einu og sér, heldur er það hluti af samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls. Ástæðan fyrir því að Alcoa Fjarðaál...
meira -
11. maí 2017
Fjölmennur ársfundur á tíu ára afmæli Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi
60 manns sóttu ársfund Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á dögunum. Vöktun sjálfbærnivísa í verkefninu hefur nú staðið í 10 ár. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, setti fundinn. Í máli hans kom fram að verkefnið, sem felur í sér að...
meira -
26. apríl 2017
Afkoma Alcoa Corporation á fyrsta ársfjórðungi 2017
Alcoa Corporation tilkynnti á mánudaginn að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi 2017 hefði aukist vegna hækkandi súráls- og álverðs og að fyrirtækið sé í góðri stöðu varðandi handbært fé. Fyrirtækið ítrekaði væntingar sínar um jöfnun EBITDA (rekstrarhagnað, hreinar rekstrartekju og rekstrarafgang) á árinu 2017 sem ætti skv. markaðsspám í apríl 2017...
meira -
11. apríl 2017
Afmælisfögnuður hafinn hjá Fjarðaáli
Fimmtudaginn 6. apríl gerði starfsfólk Fjarðaáls sér glaðan dag og hélt upp á 10 ára starfsafmæli verksmiðjunnar. Boðið var upp á veislumat í matsal Fjarðaáls sem var skreyttur til að hæfa tilefninu. Sóli Hólm, skemmtikrafturinn knái, sá til þess að hinn gríðarstóri matsalur Fjarðaáls fylltist af hlátri. Magnús Þór Ásmundssson,...
meira -
11. apríl 2017
Öll ker hafa verið endurfóðruð í kerskála Fjarðaáls
Föstudaginn 31. mars var því fagnað hjá Alcoa Fjarðaáli að nú er búið að endurfóðra öll kerin í kerskála Fjarðaáls frá fyrstu kynslóð en kerin eru samtals 336. Einnig var þess minnst að þann dag fyrir 10 árum síðan var álverið vígt með hátíðlegri athöfn. Í hverju keri eru framleidd...
meira -
30. mars 2017
Samningur við Austurbrú um Sjálfbærniverkefni endurnýjaður
Þann 29. mars var skrifað undir samning milli Landsvirkjunnar, Alcoa Fjarðaáls og Austurbrúar um að Austurbrú sjái um viðhald og þróun Sjálfbærniverkefnisins næstu þrjú árin. Sjálfbærniverkefnið var stofnað af Alcoa Fjarðaáli og Landsvirkjun árið 2004 til að vakta áhrif framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álversins í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og...
meira -
22. mars 2017
Verðmætur menningararfur gerður aðgengilegur almenningi
Alcoa Fjarðaál veitir samfélagsstyrki tvisvar á ári, að vori og að hausti, samtals um þrettán milljónir króna. Í vorúthlutun 2016 rann stærsti styrkurinn til Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir stafræna afritun á hljóð- og myndefni um héraðs- og menningarsögu Austurlands. Styrkurinn sem Héraðsskjalasafnið hlaut nam einni milljón króna. Þar sem verkefninu er...
meira -
20. mars 2017
Ævintýraferð í boði fyrir 16-18 ára nemanda á Mið-Austurlandi
Á undanförnum árum hefur 16-18 ára unglingum sem hafa áhuga á náttúru og vísindum, gefist kostur á þátttöku í leiðangri um Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu eða Shenadoah þjóðgarðinn í Virginíu á vegum NatureBridge-samtakanna í tvær vikur ásamt öðrum unglingum á sama aldri. Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) greiðir allan ferða- og...
meira -
14. mars 2017
Safe seat sigraði Gulleggið 2017
Viðskiptahugmyndin Safe Seat, sem er fjaðrandi bátasæti sem verndar hryggsúluna í erfiðu sjólagi, sigraði Gulleggið 2017, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Forstetafrú Eliza Reid og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhentu verðlaunagripinn Gulleggið 2017 við hátíðlega athöfn í Hörpu laugardaginn 11. mars. Alcoa Fjarðaál er einn af helstu bakhjörlum...
meira -
10. mars 2017
Þarf að fræða almenning meira um sjálfbærni
Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) veitir stærri og minni styrki til góðgerðarfélaga með sérstakri áherslu á umhverfis- og fræðslumál. Fjöldi félagasamtaka og stofnana á Íslandi hafa fengið styrki frá sjóðnum í ýmsu formi, bæði beint og með sjálfboðaliðastarfi starfsmanna. Undanfarin tíu ár hefur Samfélagssjóður Alcoa unnið í samstarfi við alþjóðlegu umhverfissamtökin...
meira -
09. mars 2017
List í Ljósi: „Eitthvað spennandi og upplýst í boði fyrir alla“
Dagana 24. og 25. febrúar 2017 kveikti Listahátíðin List í ljósi á ljósum sínum í annað sinn á Seyðisfirði. Alcoa Fjarðaál er einn af helstu styrktaraðilum hátíðarinnar. Hátíðin, sem er haldin utandyra, umbreytti Seyðisfirði með ljósadýrð og spennandi listaverkum og fagnaði um leið komu sólar. Áhorfendur, sem um leið eru...
meira -
23. febrúar 2017
Samfélagsstyrkur: Edrúlífið er fyrir alla
Ungmennafélagið Neisti hefur um árabil staðið fyrir forvarnarstarfi í formi fyrirlestra og fræðslu á Hammondhátíðinni á Djúpavogi undir merkinu „Edrúlíf fyrir alla.“ Í sumar var fyrirlestraröðin haldin í fjórða sinn en Alcoa Fjarðaál hefur verið einn helsti styrktaraðili hennar. Pálmi Fannar Smárason, sjómaður á Djúpavogi er aðalhvatamaður Edrúlífsins og hann...
meira -
22. febrúar 2017
Alcoa Fjarðaál er bakhjarl Gulleggsins sjöunda árið í röð
Alcoa Fjarðaál hefur verið einn af aðalbakhjörlum Gulleggsins frá árinu 2010 og nú hefur samstarfssamningur verið endurnýjaður fyrir árið 2017. Í ár fagnar Gulleggið tíunda afmælisári sínu og því er styrkurinn í ár ríkulegri en áður eða samtals 1,3 milljón króna. Markmiðið með keppninni er að skapa vettvang fyrir ungt...
meira -
16. febrúar 2017
Spennandi sumarstörf hjá Fjarðaáli - umsóknarfrestur til 1. mars
Við leitum að góðu fólki í framleiðslustörf á þrískiptum átta tíma vöktum í kerskála, steypuskála og skautsmiðju. Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í að minnsta kosti tvo og hálfan mánuð. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafa gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Almennar hæfniskröfur Sterk öryggisvitund og...
meira -
16. febrúar 2017
Fjarðaál styrkir nýsvein til framhaldsnáms
Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 4. febrúar. Þar veitti forstjóri Alcoa Fjarðaáls einum nýsveini styrk til áframhaldandi náms erlendis. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur fagnar í ár 150 ára afmæli félagsins og nú var í ellefta skipti haldin nýsveinahátíð. Á hátíðinni var löggiltum sveinum úr iðn- og verkgreinum veitt...
meira -
15. febrúar 2017
Álverið á Reyðarfirði er ein þriggja lífskjarabyltinga Austurlands
Hinir vinsælu þættir „Um land allt“ á Stöð 2 í umsjón Kristjáns Más Unnarssonar hafa gefið landsmönnum innsýn í líf fólks víða um land og meðal annars sýnt höfuðborgarbúum hversu heillandi lífið á landsbyggðinni getur verið. Þáttur sem tekinn var upp á Austfjörðum sýnir samfélagsleg áhrif álvers Fjarðaáls í mjög...
meira -
02. febrúar 2017
Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti í morgun menntaverðlaun atvinnulífsins á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í fjórða sinn á Hilton Reykjavík Nordica. Fjarðaál á Reyðarfirði er stærsta iðnfyrirtæki landsins en þar vinna um 530 starfsmenn auk fjölda verktaka. Metnaður er lagður í menntun, þjálfun og fræðslu starfsfólks á hverjum...
meira -
01. febrúar 2017
Vinir Vatnajökuls styðja 18 verkefni auk sérstakra fræðslustyrkja
Vinir Vatnajökuls afhentu föstudaginn 27. janúar styrki sem sótt var um til samtakanna árið 2016. Athöfnin fór fram á veitingahúsinu Nauthóli í Reykjavík. Vinir Vatnajökuls eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð árið 2009 og hafa á sl. átta árum veitt um 160 styrki til fræðslu, rannsókna og kynningar á Vatnajökulsþjóðgarði...
meira -
26. janúar 2017
Heilsa og forvarnir á heilsugæslu Fjarðaáls
Innan Alcoa Fjarðaáls starfar teymi að umhverfis-, öryggis- og heilsumálum. Þrír starfsmenn heyra beint undir heilsuna, Elín H. Einarsdóttir, iðnaðarheilsufræðingur og hjúkrunarfræðingarnir Heiðrún Arnþórsdóttir og Svanbjörg Pálsdóttir. Í álverinu er vel útbúin heilsugæsla sem er opin alla virka daga frá 8-16 og hafa hjúkrunarfræðingarnir viðveru þar. Fjarðaál er einnig með...
meira -
13. janúar 2017
Viðburðaríkt og ánægjulegt ár hjá Fjarðaáli
Fjarðaálsfréttir 2016 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Höfn til Vopnafjarðar. (Neðst á...
meira -
04. janúar 2017
Guðrún Larsen hlaut viðurkenninguna Vísindamaður ársins frá Ásusjóði
Þann 28. desember veitti stjórn Ásusjóðs heiðursverðlaun sjóðsins fyrir árið 2016. Þau voru veitt Guðrúnu Larsen jarðfræðingi við hátíðlega athöfn að viðstöddum forseta Íslands, stjórn Vísindafélags Íslendinga, Þjóðminjaverði og fulltrúum fræðasamfélagsins. Helstu rannsókarverkefni Guðrúnar Larsen hafa verið Gjóskutímatal sem tímasetningaraðferð og tæki í eldfjallarannsóknum, tók hún við því rannsóknarstarfi og...
meira