Fréttir
-
03. nóvember 2022
Styrkur til sjálfstyrkingar ungmenna í Fjarðabyggð og Múlaþingi
Styrkur frá Alcoa Foundation til að efla ungmenni var formlega afhentur föstudaginn 28. október af fulltrúa Alcoa Fjarðaáls til Fjarðabyggðar og Múlaþings. Verkefni vegna styrksins hafa staðið yfir frá 2020 en alls er um að ræða 150 þúsund dollara eða um 21 milljón íslenskra króna sem nýttar hafa verið til...
meira -
26. september 2022
Verk- eða tæknifræðingur óskast í áreiðanleikateymi - umsóknarfrestur til 10. október
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum verk- eða tæknifræðingi í starf áreiðanleikasérfræðings. Álver Alcoa Fjarðaáls er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum og mikið er um sjálfvirkan búnað í stöðugri notkun. Áreiðanleikasérfræðingur vinnur að því að tryggja áreiðanleika búnaðarins með sérhæfðu ástandsgreiningarteymi sem styðst við margvíslegar mælingar og samanburð gagna. Fjarðaál er...
meira -
25. ágúst 2022
Alcoa sækir fram á sjálfbæran hátt með endurunnu áli sem framleitt er með endurnýjanlegri orku
Við hjá Alcoa erum að vinna að þeirri framtíðarsýn okkar að leita nýrra leiða í áliðnaði. Í sumum tilfellum þýðir það umbreytandi nýsköpun sem mun gjörbreyta því hvernig við framleiðum ál í framtíðinni. Í öðrum tilfellum þýðir það mikilvægar uppfærslur sem geta stuðlað að sjálfbærri þróun strax í dag –...
meira -
22. ágúst 2022
Starfstækifæri - Umsjónarmaður rafveitu Alcoa Fjarðaáls - umsóknarfrestur til og með 29. ágúst
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum og reyndum rafiðnaðarmanni í starf umsjónarmanns rafveitu. Fjarðaál er stærsti raforkunotandi á Íslandi og rafveitan er fjölbreyttur og krefjandi starfsvettvangur þar sem öryggismál eru ávallt í forgrunni. Umsjónarmaður rafveitu heyrir undir rafveitustjóra og ber ábyrgð á framkvæmd daglegra verka, vinnur að skipulagningu viðhaldsverka og sinnir...
meira -
19. ágúst 2022
Við fögnum afmæli – takið daginn frá!
Alcoa Fjarðaál og Starfsmannafélagið Sómi fagna 15 ára afmæli með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu, laugardaginn 27. ágúst, frá kl. 12 til 15. Hátíðardagskrá á sviði 12:30 Leikhópurinn Lotta 13:10 Ræningjarnir úr Kardimommubænum 13:40 Aron Can 14:20 Hljómsveit Jóns Hilmars ásamt Siggu Beinteins og Elísabetu Ormslev Veitingar Lostæti og...
meira -
17. ágúst 2022
Starfstækifæri - Innkaupafulltrúi hjá Alcoa Fjarðaáli - umsóknarfrestur til 22. ágúst
Innkaupateymi Alcoa Fjarðaáls leitar að öflugum innkaupafulltrúa til annast innkaup á vörum og þjónustu allt frá beiðni til greiðslu og tryggja þannig nauðsynleg aðföng. Innkaupateymið heyrir undir innkaupasvið móðurfélagsins Alcoa Corporation og ber ábyrgð á útboðum, samningagerð, innkaupaferlum og innkaupastefnu Alcoa Fjarðaáls. Verkefni og ábyrgð Gefa út og fylgja eftir...
meira -
18. júlí 2022
Fjarðabyggð hlýtur styrk til náttúruverndar frá Alcoa Foundation
Alcoa Foundation, samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum, veitti Fjarðabyggð 130 þúsund dollara styrk til að stuðla að náttúruvernd og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var veittur formlega í Viðfirði föstudaginn 15. júlí síðastliðinn. Þar var hópur á vegum Fjarðabyggðar að vinna að því að byggja upp göngustíg á svæðinu en...
meira -
15. júní 2022
Gleðigangbrautir hjá Alcoa Fjarðaáli
Nýlega voru tvær gangbrautir á álverslóð Alcoa Fjarðaáls málaðar í regnbogalitunum til að minna okkur á mikilvægi fjölbreytileikans. Innan Alcoa á alþjóðavísu eru starfandi samtök sem leggja áherslu á baráttumál minnihlutahópa, t.d. EAGLE (LGBT+ samfélagið), AWARE (samtök um fjölbreytileika og meðtalningu) og AWN (samtök kvenna um aukið jafnrétti). Alcoa heldur...
meira -
14. júní 2022
Konur boðnar velkomnar í kvennakaffi hjá Fjarðaáli á kvenréttindadaginn 19. júní
Til hamingju, kæru konur! Ykkar kraftur er okkar hvatning Markmið Alcoa Fjarðaáls hefur alla tíð verið að byggja upp vinnustað þar sem jafnrétti er í forgrunni. Við erum hæstánægð að geta loks endurvakið kvennakaffið sem hefur verið fastur liður hjá Alcoa Fjarðaáli frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. Við bjóðum...
meira -
13. júní 2022
Framúrskarandi árangur á sveinsprófi
Atli Berg Kárason vélvirki vann til verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi fyrr á þessu ári. Atli er búinn að starfa hjá Alcoa Fjarðaáli síðan í maí 2018, fyrst sem nemi í vélvirkjun en starfar nú sem iðnaðarmaður á miðlægu viðhaldsvaktinni. Um námsferil sinn segir Atli: „Ég útskrifaðist úr vélvirkjun...
meira -
06. júní 2022
Laus staða - fræðslustjóri Alcoa Fjarðaáls - umsóknarfrestur til og með 20. júní
Alcoa Fjarðaál leitar að sérfræðingi á sviði fræðslumála í starf fræðslustjóra fyrirtækisins. Þjálfun og fræðsla eru mjög stór þáttur í starfsemi álversins. Fræðslustjóri er í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls og ber ábyrgð á skipulagi, stjórnun og þróun fræðslumála. Verkefni og ábyrgð - Greina þörf fyrir þjálfun og fræðslu - Styðja stjórnendur...
meira -
24. maí 2022
Alcoa Fjarðaál fagnar alþjóðlegum degi gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki
Ein helstu áherslumál Alcoa á síðastliðnum árum varða fjölbreytileika og meðtalningu. Fjölbreytileiki nær yfir svo margt en þegar fyrirtæki fagnar fjölbreytileika þýðir það að fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að ráða og hylla starfsfólk sem stendur fyrir litríkri flóru fólks af mismunandi uppruna, menningu, kynhneigð og kyntjáningu. Við eigum öll...
meira -
18. maí 2022
Forsætisráðherra heimsótti Alcoa Fjarðaál
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var meðal gesta hjá Alcoa Fjarðaáli í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Þetta var í fyrsta skipti sem Katrín heimsótti álverið og vonandi nær hún að stoppa lengur næst og fara þá í skoðunarferð um verksmiðjuna. Með Katrínu í för voru tveir þingmenn VG og tveir fulltrúar sem voru að...
meira -
18. maí 2022
Ársfundur sjálfbærniverkefnis 2022: Húsnæðismál á Austurlandi
Í lok apríl var haldinn ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2022 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Þema fundarins var „Húsnæðismál á Austurlandi.“ Fundarstjóri á fundinum var Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar. Einar Már Sigurðarson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, flutti upphafsávarp og setti fundinn. Síðan tóku við erindi þar sem fjallað...
meira -
18. maí 2022
Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls fyrir árið 2021 er komin út
Alcoa Fjarðaál sf. gefur nú út samfélagsskýrslu í sjötta sinn og fylgir alþjóðlegum GRI (Global Reporting Initiative Standards) staðli um samfélagsábyrgð fimmta árið í röð. Grænt bókhald fyrirtækisins er hluti af skýrslunni líkt og í fyrri skýrslum. Með árlegri útgáfu á samfélagsskýrslu er fyrirtækið að auka gegnsæi í starfsemi þess...
meira -
17. maí 2022
Stjórn SI á ferð um Austurland
Stjórn Samtaka iðnaðarins heimsótti Austurland dagana 9. og 10. maí og kom víða við á vinnustöðum hér eystra. Þau gáfu sér góðan tíma í heimsókn hjá Alcoa Fjarðaáli mánudaginn 9. maí, byrjuðu á því að hlusta á kynningu frá forstjóra fyrirtækisins um það sem efst er á baugi áður en...
meira -
11. maí 2022
Konur í verk- og tæknifræði hjá Fjarðaáli
Í gegnum tíðina hefur talsvert hallað á konur þegar kemur að störfum í verk- og tæknifræðitengdum greinum. Hjá Fjarðaáli starfa flottar fyrirmyndir kvenna í þessum geira og við fengum nokkrar þeirra í stutt spjall. Við hvetjum ungar konur sem eru að velta fyrir sér náms- og starfsvali að kynna sér...
meira -
15. apríl 2022
Vel heppnað nýsköpunarmót Álklasans 2022
Þann 30. mars sl. var haldið hið árlega nýsköpunarmót Álklasans. Af því tilefni var gefið út sérblað sem fylgdi Morgunblaðinu en það má nálgast á heimasíðu Samáls. Mikil gróska einkennir nýsköpunarverkefni innan geirans hvort sem er á vettvangi sprotafyrirtækjanna eða nýsköpunarverkefna innan álveranna sjálfra. Venju samkvæmt voru veittar hvatningarviðurkenningar Álklasans...
meira -
15. apríl 2022
Starfstækifæri hjá Alcoa Fjarðaáli - Kerfisstjóri notendaþjónustu
Upplýsingatækniteymi Alcoa Fjarðaáls leitar að jákvæðum og drífandi sérfræðingi til að annast daglegan rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu í Microsoft umhverfi. Markmiðið er að þjónustan uppfylli ströngustu kröfur og stöðugt sé verið að bæta hana. Upplýsingatækniteymi Fjarðaáls nýtur góðs af mjög öflugum innviðum og stuðningi móðurfélagsins Alcoa Corporation. Ábyrgð og verkefni...
meira -
10. mars 2022
Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína hjá Fjarðaáli
Flest fyrirtæki hafa haldið að sér höndum hvað varðar umbætur, nýbyggingar og breytingar á meðan heimsfaraldur kórónuveiru gengur yfir. Á þessum erfiðu tímum hefur Alcoa Fjarðaál t.d. ekki ráðist í slík verkefni, þar sem kringumstæður hafa verið óhagstæðar. Framleiðslugeta margra birgja hefur verið takmörkuð á sama tíma og flutningskostnaður hefur...
meira -
04. febrúar 2022
Markmið þurfa að vera raunhæf og sértæk
Sigrún Birna Björnsdóttir, fræðslustjóri hjá Alcoa Fjarðaáli hefur unnið með starfsmönnum fyrirtækisins að markmiðasetningu á síðastliðnum tveimur árum og hefur það starf skilað miklum árangri, bæði fyrir starfsmennina og fyrirtækið. Það hefur vakið athygli að starfsmenn hafa getað nýtt þessa þekkingu bæði í vinnunni og í sínu einkalífi. Við tókum...
meira -
30. janúar 2022
Spennandi sumarstörf - umsóknarfrestur til 15. mars
Alcoa Fjarðaál leitar að góðu fólki til sumarafleysinga í álverinu við Reyðarfjörð. Um er að ræða framleiðslustörf á þrískiptum átta tíma vöktum í kerskála, skautsmiðju og steypuskála Fjarðaáls. Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í að minnsta kosti tvo og hálfan mánuð. Möguleiki er á áframhaldandi starfi. Umsækjendur verða að...
meira -
24. janúar 2022
Margt BRASað á menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna var haldin í fjórða sinn á Austurlandi haustið 2021. Að þessu sinni var þema hátíðarinnar Unga fólkið og umhverfið og voru einkunnarorð hátíðarinnar sem fyrr: Þora! Vera! Gera! Alcoa Fjarðaál hefur verið stoltur styrktaraðili hátíðarinnar frá upphafi og á þessum fjórum árum hefur fyrirtækið styrkt...
meira -
20. janúar 2022
Mannauðurinn er lykillinn að góðum árangri: viðtal við Smára Kristinsson
Smári Kristinsson tók síðsumars 2021 við stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Smári er búinn að starfa hjá fyrirtækinu síðan í ársbyrjun 2006 og hefur komið víða við. Hann hóf störf sem ferliseigandi álframleiðslu og tók þátt í að undirbúa ræsingu verksmiðjunnar og að þjálfa starfsmenn í það hlutverk. Smári...
meira -
13. janúar 2022
Ný tækifæri á nýju ári: störf í boði
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri...
meira -
12. janúar 2022
Tímarit fullt af fróðleik og viðtölum: Fjarðaálsfréttir 2021 eru komnar út
Fjarðaálsfréttir 2021 komu út rétt fyrir jólin en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Tímaritinu er dreift til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Á...
meira -
11. janúar 2022
Vill vera leiðsögumaður starfsfólksins
Einar Þorsteinsson er nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls en hann tekur við af Tor Arne Berg sem hefur sinnt starfinu síðustu tvö ár. Einar er Reykvíkingur en hlakkar til að flytja austur og takast á við nýtt starf. Fjarðaálsfréttir settust niður með nýjum forstjóra til að gefa Austfirðingum innsýn inn í...
meira