08. maí 2019

Áliðnaðurinn þarf umhverfi til að vaxa

Í dag birtist viðtal við Magnús Þór Ásmundsson, forstjóra Alcoa Fjarðaáls í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins. Tilefni viðtalsins er ársfundur Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið, þann 9. maí 2019, undir yfirskriftinni „Álið er hluti af lausninni.“ Á fundinum mun Magnús Þór ræða stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði en meginefni fundarins eru loftslagsmál og verðmætasköpun álframleiðslu í hálfa öld á Íslandi.

Magnús segir m.a. í viðtalinu: „Heildarmyndin er sú að áliðnaður er að vaxa á svæðum þar sem orkan er ódýrari en er því miður ekki framleidd með umhverfisvænum hætti. Ef Ísland ætlar að standast samanburð þurfum við að huga að samkeppnishæfni iðnaðarins.“

Þá bendir Magnús Þór á að á síðasta ári framleiddu Kínverjar um 56 prósent af því áli sem framleitt var í heiminum og er framleiðslan að mestu drifin af kolum. Kínverjar hafa aldrei áður flutt jafn mikið út af áli og árið 2018, eða um 5,7 milljónir tonna, og hefur það meðal annars haft áhrif á þróun álverðs að sögn Magnúsar.

Einnig talar Magnús Þór um losunarheimildir, kosti þess að nota endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis, o.fl.

Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

 

MagnusThor

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.