03. maí 2019
Fimmti útskriftarárgangur frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls
Þann 12. apríl útskrifuðust 25 nemendur úr grunnnámi í Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Þetta var í fimmta skiptið sem grunnhópur útskrifast frá skólanum. Samtals hafa 125 starfsmenn lokið grunnnámi síðan skólinn tók til starfa haustið 2011.
Útskriftarnemar kynntu verkefni sín sem voru hvert öðru áhugaverðara. Stjórnendur Fjarðaáls telja að öll verkefnin séu þess eðlis að hægt sé að vinna með þau áfram og það verður spennandi að sjá hvort og hvernig þau þróast.
Að skólanum standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands og er kennt samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífisns, Nám í stóriðju. Hægt er að fá metið til eininga á framhaldsskólastigi. Verkmenntaskóli Austurlands hefur samþykkt að meta grunnnámið til allt að 18 eininga og framhaldsnámið til allt að 20 eininga. Samtals er því hægt að fá metnar 38 einingar hjá VA ljúki nemendur bæði grunn- og framhaldsnámi, en hvort tveggja er þrjár annir að lengd.
Útskriftarhópurinn:
Standandi frá vinstri: Jón Baldvinsson, Birgir Guðmundsson, Elis Pétursson, Asarawut Treechinapong, Guðmundur Hinrik Gústavsson, Ársæll Örn Heiðberg, Sigurður M. Kristjánsson, Kristján Sigtryggsson, Roman Svec, Betúel Ingólfsson, Roman Rymon – Lipinski, Baldur Reginn Jóhannsson, Matthías Tim Sigurðarson Rühl, Hafrún Sól Valsdóttir, Fjóla Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Georg Kemp Helgason.
Sitjandi frá vinstri Lilja Sigurðardóttir, Jenný Heimisdóttir, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Ester Tómasdóttir, Marcin Lukasz Pabisiak, Stefán Arason.
Verkefnin:
„Betri loftgæði í steypuskála“
Ester Tómasdóttir, Jenný Heimisóttir, Guðmundur H. Gústavsson, Óttar K. Runólfsson og Birgir Guðmundsson (Jenný, Guðmundur og Ester á myndinni)
„Gæði skautskipta“
Fjóla Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Georg Kemp og Marcin Lukasz Pabisiak (Marcin og Fjóla á mynd)
„Hávaðamengun á ofnasvæði skautsmiðju”
Asarawut Treechinapong, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Jón Baldvinsson og Kolbrún Linda Snorradóttir
„Innleiðing á nýju úttektarkerfi”
Ársæll Örn Heiðberg, Roman Svec, Sigurður Kristjánsson og Stefán Arason (Stefán á efri mynd og Ársæll á þeirri neðri)
„Kerlokabreyting”
Baldur Reginn Jóhannsson, Einar Hreggviður Sigtryggsson og Hafrún Sól Valsdóttir (Baldur og Hafrún á mynd)
„Rofar í stað lykla á lyfturum (og öðrum farartækjum)“
Elis Pétursson og Lilja Sigurðardóttir
„Mönnun á vaktir“
Matthías Tim Sigurðarson Rühl, Betúel Ingólfsson, Roman Rymon-Lipinski og Kristján Sigtryggsson (Betúel á myndinni)