12. júní 2019
Fjarðaál býður konum heim
Venju samkvæmt býður Fjarðaál konum heim þann 19. júní til að fagna kvenréttindadeginum.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem hefst kl. 16:30.
Dagskrá:
Veislustjórar: Vandræðaskáldin
Opnunarávarp frá Rosu García Pinero yfirmanni sjálfbærnimála hjá Alcoa á heimsvísu.
Ávarp: Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri: „Langhlaup án marklínu." Hversu hratt getum við hlaupið í jafnréttisátt?
Ávarp: Birna Guðmundsdóttir framleiðslustarfsmaður í steypuskála ávarpar samkomuna fyrir hönd Fjarðaálskvenna
Skemmtiatriði frá Fjarðadætrum, Vandræðaskáldum og unglistahópnum Orðið er LAUST.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!