27. mars 2020
Viðbrögð Alcoa vegna COVID-19
Á meðan tilfellum af COVID-19 fjölgar um allan heim stendur Alcoa vörð um heilsu starfsmanna sinna og hefur gripið til aðgerða til þess að draga úr áhrifum heimsfaraldsins á fyrirtækið.
Eins og stendur eru allar verksmiðjur fyrirtækisins enn í rekstri. Við fylgjum ráðleggingum yfirvalda í sérhverju landi þar sem við erum með starfsstöðvar, með megináherslu á aðgerðir sem styðja við nauðsynlegan rekstur báxítnáma, súrálsverksmiðja og álvera, álsteypu og flatvölsun.
Við vitum hversu mikils virði framleiðslan okkar er fyrir alþjóðlegt efnahagslíf. Þess vegna erum við að gæta þess á allan hugsanlegan hátt að starfsmenn okkar og verktakar njóti öryggis á vinnustaðnum. Við munum halda áfram að vernda vinnustaði okkar gegn viðráðanlegri hættu sem stafar af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 með því að auka sótthreinsun, huga að samskiptafjarlægð og öðrum þáttum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með, ásamt sérstökum leiðbeiningum sem hvert land kann að hafa sett sér til verndar lýðheilsu.
Við erum líka að aðlaga vaktafyrirkomulag og aðra þætti til þess að auka bil milli starfsmanna og tryggja áframhaldandi rekstur. Starfsmenn sem geta unnið heiman frá, gera það, og við höfum sett á ferðabann vegna ónauðsynlegra ferðalaga sem gildir út aprílmánuð.
Við erum í stöðugum samskiptum við starfsmenn, verktaka, viðskiptavini, birgja og samfélögin sem við störfum í.
Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni varðandi COVID-19 en fyrst og fremst viljum við leggja áherslu á öryggi og heilsu fólks.