13. maí 2020

Óvenjulegir gestir við álverið

Föstudaginn 8. maí kom heldur óvenjulegur hópur í heimsókn á álverslóðina. Um var að ræða hóp af hreindýrstörfum sem létu engar girðingar stoppa sig í því að kanna umhverfi álversins. Þeir fóru nokkuð víða um innan lóðar, meðal annars niður að sjó þar sem þeir hlupu eftir ströndinni.

Hilmar Sigurbjörnsson, hirðljósmyndari Fjarðaáls, tók þessar glæsilegu myndir af gestunum sem héldu á vit nýrra ævintýra eftir að hafa leyft starfsfólki Fjarðaáls að dást að sér í nokkrar klukkustundir.

Reindeer-2-small


Reindeer-2-small


Reindeer-2-small