30. janúar 2022

Spennandi sumarstörf - umsóknarfrestur til 15. mars

Sumarstorf mynd

Alcoa Fjarðaál leitar að góðu fólki til sumarafleysinga í álverinu við Reyðarfjörð. Um er að ræða framleiðslustörf á þrískiptum átta tíma vöktum í kerskála, skautsmiðju og steypuskála Fjarðaáls.

Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í að minnsta kosti tvo og hálfan mánuð. Möguleiki er á áframhaldandi starfi.

Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafa gild ökuréttindi og hreint sakavottorð.


Almennar hæfniskröfur

Sterk öryggisvitund og árvekni

Dugnaður og vilji til að takast á við krefjandi verkefni

Heiðarleiki og stundvísi

Lipurð í samskiptum og vilji til að vinna í teymi


Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Frekari upplýsingar veitir mannauðsteymi Fjarðaáls í  470 7700 eða á starf@alcoa.com. Hægt er að sækja um sumarstarf hér.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Umsóknir eru trúnaðarmál og verður þeim öllum svarað.

Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 15. mars.