15. apríl 2022
Starfstækifæri hjá Alcoa Fjarðaáli - Kerfisstjóri notendaþjónustu
Upplýsingatækniteymi Alcoa Fjarðaáls leitar að jákvæðum og drífandi sérfræðingi til að annast daglegan rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu í Microsoft umhverfi. Markmiðið er að þjónustan uppfylli ströngustu kröfur og stöðugt sé verið að bæta hana. Upplýsingatækniteymi Fjarðaáls nýtur góðs af mjög öflugum innviðum og stuðningi móðurfélagsins Alcoa Corporation.
Ábyrgð og verkefni
- Annast daglegan rekstur notendaþjónustu
- Greina og leysa tæknileg mál
- Bregðast skjótt við niðritíma upplýsingakerfa
- Kaupa inn, setja upp og skrá tölvubúnað
- Veita notendum aðstoð, þjálfun og fræðslu
- Sjá til þess að upplýsingastöðlum Alcoa sé fylgt
- Vera tengiliður við móðurfélagið Alcoa Corporation
- Vinna að umbótum á notendaþjónustunni
Menntun, hæfni og reynsla
- Kerfisfræði, tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Minnst tveggja ára starfsreynsla
- Microsoft vottanir eru æskilegar
- Þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Hæfni til að miðla, þjálfa og styðja
- Starfið krefst í senn sjálfstæðis og liðsvinnu
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Karl Guðjónsson í tölvupósti stefan.gudjonsson@alcoa.com
eða í síma 843 7721.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.
Hægt er að sækja um starfið á ráðningavef Alcoa.
Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 6. maí.