15. júní 2022

Gleðigangbrautir hjá Alcoa Fjarðaáli

Nýlega voru tvær gangbrautir á álverslóð Alcoa Fjarðaáls málaðar í regnbogalitunum til að minna okkur á mikilvægi fjölbreytileikans.

Innan Alcoa á alþjóðavísu eru starfandi samtök sem leggja áherslu á baráttumál minnihlutahópa, t.d. EAGLE (LGBT+ samfélagið), AWARE (samtök um fjölbreytileika og meðtalningu) og AWN (samtök kvenna um aukið jafnrétti).

Alcoa heldur LGBT+ samfélaginu á lofti allt árið en júnímánuður er sérstaklega tileinkaður baráttu þess. Af því tilefni voru gangbrautirnar málaðar í regnbogalitum. Hjá Alcoa fögnum við öllu litrófi mannlífsins og vinnum gegn hvers kyns fordómum. Júnímánuður er á heimsvísu tileinkaður baráttu hinsegin fólks og því var tilvalið að hefja mánuðinn með þessum hætti hjá Alcoa Fjarðaáli og gera stuðning okkar sýnilegan. Síðar í júní verður svo sérstök alþjóðleg gleðivika hjá fyrirtækinu sem Fjarðaál mun taka þátt í.

Gledigangbraut_1

Gledigangbraut_2